Íslenska
tungumálanotkun í háskólakennslu og rannsóknum
Um alla Evrópu er nú á dögum vaxandi tilhneiging til þess að nota ensku sem tungumál fyrir akademíska kennslu og rannsóknir. Þessi tilhneiging er sterkari innan raunvísinda en hugvísinda. Tilhneigingin til að taka upp „eingöngu-ensku stefnu“ í vísindalegum útgáfum og sem eina miðil fyrir umræðu á alþjóðlegum (og jafnvel þjóðlegum) ráðstefnum vex hratt. Við slíkar aðstæður leikur enginn vafi á því að framfarir sem verða í alþjóðlegum samskiptum vinnast á kostnað allra annarra tungumála en ensku.
Staðan er svipuð innan félagsvísinda og hugvísinda. Í löndum þar sem enska er ekki töluð getur þörfin fyrir að vera hluti af alþjóða vísindasamfélaginu virst krefjast notkunar ensku frekar en þjóðmálanna.
Í þessari vaxandi afstöðu birtist mjög raunveruleg málræn, hugræn og menningarleg áhætta. Enska er ekki hlutlaus samskiptamiðill sem hentar í hvaða tilgangi sem er. Yfirgnæfandi notkun eða jafnvel notkun ensku eingöngu getur valdið því að litið sé framhjá mikilvægum hefðum, hugtökum og aðferðum sem þróuðust á öðrum málum eða að þær gleymist. Auk þess geta málnotendur frá enskumælandi löndum auðveldlega orðið ráðandi í meginstraumum ýmissa greina – sem ákvarða hvaða viðföng og vandamál talin eru skipta mestu máli. Þetta hefur þegar sýnt sig að hafi áhrif á úthlutun fjárstuðnings til rannsókna í öðrum löndum.
- EFNIL, samband meginstofnana fyrir opinber tungumál margra Evrópuríkja, lítur með þungum áhyggjum á núverandi tilhneigingu til að nota ensku sem tungumál fyrir akademíska kennslu í löndum þar sem enska er ekki þjóðartungan. Þessi tilhneiging til að nota ensku í stað ríkjandi tungumála hinna ýmsu landa við háskólakennsku og rannsóknir þrengir svið þessara tungumála og heftir þróun þeirra og stefnir þannig tungumálalegum fjölbreytileika Evrópu í hættu, sem er ómissandi fyrir menningarlega fjölbreytni og auðlegð meginlands okkar.
- EFNIL viðurkennir fyllilega hagnýta notkun ensku sem hjálparmál fyrir samskipti milli vísinda- og fræðimanna sem ekki tala önnur sameiginleg tungumál. Það varar hins vegar við notkun takmarkaðra afbrigða af ensku sem ríkjandi eða eina miðils fyrir kennslu og útgáfu í öðrum málumhverfum þar sem þetta rýrir gildi hinna tungumálanna og gerir þau smám saman meira og meira ónothæf fyrir vísindalega orðræðu. Að sjálfsögðu leggur það einnig auknar byrðar á kennara og aðra fræðara sem og á nemendur sem getur orðið til þess að sköpunarkraftur þeirra takmarkist.
- EFNIL samþykkir kostina við notkun ensku sem alþjóðlegs samskiptamiðils, sér í lagi í raun- og heilbrigðisvísindum, þar sem jafnvel einfaldað form af ensku getur komið að gagni við að útskýra önnur alþjóðleg samskiptatáknkerfi, svo sem stærðfræðiformúlur töflur, efnafræðiformúlur og grafíska hönnun. Hins vegar verður að hvetja til notkunar annarra tungumála en ensku á þessum sviðum til þess að gera þeim tungumálum kleift að halda áfram að þróa vísindalega orðræðu á háu stigi og einnig til að birta almenningi vísindaleg vandamál og niðurstöður.
- Fræðimenn ættu að nota sínar þjóðtungur og að auki tungumál sem eru viðeigandi í samhengi rannsókna þeirra. Það er ekki nauðsynlegt að sniðganga ensku algjörlega en þeir ættu að hugleiða notkun ensku sem aðeins annarrar leiðar til að sýna fram á gildi röksemda og uppgötvana sinna.
- EFNIL skorar þess vegna eindregið á akademísk og pólitísk yfirvöld í þeim löndum Evrópu sem hafa ekki ensku að móðurmáli að hvetja kennara og nemandur til að nota þjóðartungumál sín við rannsóknir sínar.
- Í þágu menningarlegs og málræns fjölbreytileika Evrópu skorar EFNIL einnig á prófessora, stúdenta og stjórnsýslur háskóla í enskumælandi löndum að leggja fyrir sig nám og notkun annarra evrópskra tungumála. Það mun hjálpa til við að viðhalda málrænum fjölbreytileika Evrópu og gilda hennar.
(samþykkt af Aðalfundi EFNIL í Accademia della Crusca, hinn 28. September 2014)